Um Kerfi
Í kerfinu er ég að bræða saman eigin uppgötvun og þekkingu sem ég hef safnað undanfarin þrjú ár í meistaranáminu í hönnun og diplómanáminu í listkennslufræði. Þessi þrjú ár voru tileinkuð tilraunum, lestri, samtölum, samvinnu, sköpun, endurskoðun og listrænum rannsóknum. En það mikilvægasta framar öðru er leik- og sköpunargleðin sem ég fann í öllum þáttum tengdum flugdrekahönnun og eru leiðarljósið í mínum hlutverkum sem hönnuður, foreldri, mentor, íbúi og manneskja.
Kerfi er rammi, gluggi eða hurð sem hægt er að horfa í gegn um undir mismunandi hornum. Hringlaga flugdrekar af mismunandi stærð og úr mismunandi efni finna skjól í rammanum en eru tilbúnir til að taka á loft til dæmis sem samtengdir „diskar“ í kínverskum slönguflugdreka. Ég var að leika mér við þrykkprentun, ljósritun og handteikningu af kerfum sem eru spíralvafin og eiga uppruna í náttúrunni eða eru manngerð. Þessi kerfi prentuð á hringlaga „einingar“ eru svo í „samtali“ við hvor aðra, alveg eins og manneskjur sem eru kerfi, samtengd og jafn mikilvæg öðrum kerfum. Pappírinn er silkipappír úr umbuðum, flugdrekapappír, lochtapappír frá Nepal, kínverskur pappír, rekja pappír og pappír úr prentsmiðjunni í Laugarnesi. Auk þess saumaði ég flugdreka úr efni sem ég fann í nytjamarkaði. Ég tálgaði bambus og greinar sem ég fann á gámastöð daginn fyrir sýninguna og notaði bókbandssnæri og trélím til að festa allar tengingar. Efnið í rammanum er að hluta til úrgangsefni frá byggingarstað.
Kerfi er undirbúningur fyrir gagnabankann og fræðsluvefinn Loft&Vatn sem ég fékk námsmannastyrk fyrir og er ætlaður grunnskólakennurum og nemendum. Þar á að vera hægt að leika sér, fá innblástur og deila lifandi og skapandi kennsluverkefnum í anda pósthúmanistiskrar menntunnar.
Ég þakka öllum þeim sem hjálpuðu mér við hugmyndavinnuna, prentun, smiði og uppsetningu á þessu verki hér í Listaháskólanum og heima hjá mér.
Arite Fricke, 4.júni 2016