Sköpun & samfélag

Hér er að vera að safna dæmum um skóla og verkefni á Íslandi sem fylgir kenningum um útinám, skapandi samfélags og menntunar til sjálfbærni en og er þessi vefur í stöðugri þróun sem þýðir að hann er ekki fullkomin í dag. Stjórnandi vefsins hlakkar til að fá ábendiga um frábær verkefni til að skrá hér fyrir neðan.

Íbúarsamtak miðborg Reykjavíkur

spenno14257555_10210183046915081_3243920049186206421_o

Heil brú í miðbænum
Ræðum, sköpum og leikum saman! Næstkomandi laugardag 10. september verður verkefninu Heil brú hleypt af stokkunum í Spennistöðinni – félags- og menningarmiðstöð miðborgarinnar sem er við hlið Austurbæjarskóla. Markmiðið með verkefninu er að bæta hverfisandann og samheldnina í hverfinu. Það er gert með því að halda smiðjur og málþing annan hvern laugardag og þær eru ætlaðar öllum íbúum í miðborginni, óháð aldri, uppruna og skoðunum. Við ræðum, sköpum og leikum saman og öll fjölskyldan er velkomin.

Dagur Listkennarans sem var skipulagt af meistaranemendum í listkennslu við Listaháskóli Íslands

dagur-listkennarans

Náttúrubarnaskólinn í Hólmavík

Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir fjölbreyttum og skemmtilegum námskeiðum á Sauðfjársetrinu á Ströndum þar sem börn og fullorðnir læra um náttúruna. Þau gera allskonar skemmtilega hluti til dæmis föndra og mála, skoða seli, fugla, hreiður og blóm, förum í leiki, búum til fuglahræður, sendum flöskuskeyti, búum til jurtaseyði, fara í gönguferðir, kvöldgöngur, kvöldvökur. Haldinn eru sérnámskeiðum.“

screen-shot-2016-09-23-at-21-19-42

Uppfinningaskóli Innoent

„Markmið sumarnámskeiða Uppfinningaskólans er að virkja börn í sínu eigin hugviti. Innoent á Íslandi stuðlar að heildstæðri nálgun á uppbyggingu skapandi samfélaga, þar sem allir þátttakendur er hvattir til að nýta skapandi hugsun og aðgerðir til skapa eigin framtíð. Starfið fellst í að takast á við mismunandi svið mannlegrar tilvistar með það að markmiðið að hver og einn fái að þroskast í bestu mögulegu útgáfu af sjálfum sér. Mikilvægt er að á sumarnámskeiðinu eru einnig fjölbreyttir leikir sem efla hreyfiþroska barna s.s. samhæfingu, liðleika og jafnvægi. Forgangsatriði námskeiðana eru að þau séu skemmtileg, að börn njóti sín og fái að kynnast frumkvöðlastarfi.“

Saga Fest og Saga Movement

Hér má sjá dæmi um samfélagsverkefni sem fæddist út frá frumkvædi sérfræðings í hönnunar hugsun og er núna alfarið í höndum þorpsbúa. Á facebooksíðu Saga Movement má lesa umfjöllun og frásagnir.

screen-shot-2016-09-23-at-18-47-03

Lunga

LungA skólinn er sjálfstæð menntastofnun. Hann er leikvöllur tilrauna í sköpun, listum og fagurfræði. Hann er listaskóli fyrir þá forvitnu, fyrir þá ótömdu og fyrir þá sem vilja kanna nýjar slóðir. Við viljum ýta undir sérstöðu einstaklingsins og styðja við bakið á nemendum okkar svo þeir finni sína leið í átt að sterkari sjálfsmynd, ásamt því að þroskast og skilja betur heiminn sem við búum í og finna sitt hlutverk í honum. Við framkvæmum í gegnum tungumál listarinnar og sköpunargáfunnar. Það skiptir ekki máli hvort þú hefur yfir að búa kunnáttu í listum, eða langar til að bæta við menntun þína. Það er mikilvægt að þú hafir ástríðu til að læra og rannsaka, og opinn huga gagnvart óvæntum uppákomum og áskorunum.“

screen-shot-2016-10-11-at-09-01-31

 Open Ideo

OpenIDEO is a global community working together to design solutions for the world’s biggest challenges.

screen-shot-2016-09-29-at-10-29-44

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.