mig-11241938_1672247373004493_7466222034428677998_oArite lærði skiltagerð sem hefðbundið handverk í Þýskalandi árin 1994-97 og lauk BS gráðu í grafískri hönnun í Fachschule fyrir Werbegestaltung í Stuttgart og hefur unnið bæði í Þýskalandi og siðan frá 2004 á Íslandi.

Árið 2015 hlaut hún meistaragráðu í hönnun við Listaháskóli Íslands með verkefninu “Hugarflug Playful Workshops” sem hún er að þróa áfram. Sumarið 2016 hlaut hún diplómagráðu í listkennslu við LHÍ. Á undanfarnum þremur árum hefur hún rannsakað og fundið ástriðu við menningarheim flugdreka og listsköpun, lífs- og leikgleði tengda því. Hún hefur kennt flugdrekagerð og skapandi smiðjur fyrir alla aldurshópa undanfarin 2 ár meðal annars í Myndlistaskólanum í Reykjavík, Listasafn Árnesinga og í Buðardal og starfar síðan í ágúst 2016 sem myndmennta- og flugdrekakennari í grunnskólanum í Reykholti (biskupstungum). Þann 16. og 18. septmber kenndi hún skapandi flugdrekagerð í listkennsludeild Listaháskóli Íslands og verða fleiri smiðjur tilkynnt hér á vindmyllunni og facebooksíðu Hugarflug Playful Design.

kynningu-flugdrekanamskeid-final3

Hugarflug Playful Workshops

Stefnan meistaraverkefnis í hönnun „Hugarflug Playful Workshops“ (2015) er að þróa skapandi skólaverkefni sem er á sama tíma skemmtileg, fjörug og skapandi, gæti ýta undir sjálfstraust þátttakenda og gefa þeim einnig tilfinningu fyrir að vera mikilvægur og virkur hlutur samfélag. Auk þess hefur verkefnið því markmið að fara út fyrir skólaveggir, verður hlutur samfélagslífs og er síðan unnin af frumkvæði nemenda og kennara þeirra.

Langtímamarkmiðið er að halda flugdrekahátið á landsvísu sem kemur Íslandi á heimskort flugdrekaáhugafólks. Þannig hátið gæti koma litlum samfélögum á Íslandi til góðs vegna þess að það eykur framboð á afþreyingu og dregur áhugafólk á afskeggt svæði og strönd sem hefur þangað til ekki njótið góðs af ferðamannastraumnum. Dæmi um flugdrekahátið út um allan heim má finna á vefsíðu drachen.org.